top of page

Góð Eggjahræra

​//Performer & samhöfundur uppfærslu

 

Góð Eggjahræra 

sýnt á Ungleik - Leiklistarhátíð Unglistar

á Nýja Sviðinu í Borgarleikhúsinu

10. og 11. nóvember 2014

 

Höfundur: Tómas Gauti Jóhannesson

Leikstjóri: Sigríður Kristín Kristjánsdóttir

Leikhópur: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir, Nína Hjálmarsdóttir og Ragnar Pétur Jóhannsson

 

Útsetning verksins var samvinna leikstjóra og leikhóps. 

 

Góð Eggjahræra gerist á okkar tímum. Pétur, 25 ára róni fær annað tækifæri til að hitta konuna sína sem dó fyrir nokkrum árum þegar Stefanía kemur til hans og biður hann að taka þátt í rannsóknarverkefni. Hún vinnur fyrir stofnun sem hefur hannað klónarvél. Pétur fellst á það og biður um að Svava, konan hans, sé klónuð daginn sem þau sváfu í fyrsta skipti saman, áður en þau byrjuðu saman. Það gerist, 18 ára Svava birtist endurholguð, nema að Pétri tekst aldrei að láta stundina verða nákvæmlega eins og hún var, með þeim afleiðingum að Svövuklóninn er drepinn og klónaður aftur mörgum sinnum og senan endurtekin oft. 

 

Verkið veltir fyrir sér þeirri mannlegu þrá eftir hinu fullkomna augnabliki sem er aldrei hægt að uppfylla aftur. Göldrum tilviljanna og líkaminn sem vél. 

 

 

Að taka þátt í þessu verki var mjög lærdómsríkt fyrir mig vegna þess ég setti mig í stöðu leikarans og vann í karaktersköpun. Það er mjög mikilvægt ef ég ætla að leikstýra að hafa verið hinum megin við borðið einnig.

 

bottom of page